Um stærðfræðikeppnina Pangeu

Pangea er stærðfræðikeppni sem fer fram í 17 löndum Evrópu og var árið 2016 í fyrsta skipti haldin á Íslandi. Keppnin er krefjandi og skemmtileg fyrir nemendur á unglingastigi grunnskóla. Fjöldi nemenda kemur saman og tekur þátt í að takast á við fjölbreyttar stærðfræðiþrautir sem fá eflaust marga til að sjá stærðfræði í nýju ljósi. Hún kyndir undir áhuga á stærðfræði og þjálfar nemendur í að leysa flókin vandamál.

 

Meginmarkmið stærðfræðikeppninnar Pangeu er að hvetja þátttakendur áfram og ýta undir áhuga grunnskólanema á stærðfræði og raunvísindum. Nemendur læra hversu spennandi það er að vinna með stærðfræði og hvernig má nota hana til að leysa ýmis verkefni sem skjóta upp kollinum í daglegu lífi.

 

 

 

 

 

Því miður hræðast ennþá fjölmargir stærðfræði. Margir nemendur treysta ekki á hæfileika sína og forðast stærðfræði eins og heitan eldinn. Við viljum hvetja alla til að takast á við stærðfræðiþrautir Pangeu og leggjum áherslu á að allir geti lært stærðfræði. Keppnin skiptist í nokkrar umferðir þar sem markmið fyrri umferða er að auka sjálfstraust þátttakenda. Margir komast áfram úr fyrstu umferðunum, sterkari nemendur fá góða æfingu og þeir reynsluminni uppgötva að þeim eru allir vegir færir. 

Markmið

Keppnin

  • White Facebook Icon
  • White Twitter Icon
  • White YouTube Icon